Nýting á Lifrænum úrgangi

Tilgangur með hreinsun 

Hauggas (biogas) verður til við loftfirrta gerjun á lífrænu efni. Auk metans (CH4) sem myndað er af metanbakteríum þá losna ýmis önnur efni úr gerjunarmassanum sem gas. Mikilvægust þessara efna eru koldíoxíð og vatn. Koldíoxíðið (CO2) verður til sem niðurbrotsefni en vatnið losnar við uppgufun úr gerjunarmassanum. Algengur styrkur metans í hauggasi er um 60% en mestur hluti þess sem eftir stendur er koldíoxíð og vatn. Til að auka styrk metans í gasinu er þessi efni því fjarlægð úr því. Ýmsar aðferðir eru til að fjarlægja koldíoxíð úr hauggasinu og er þeim helstu lýst hér á síðunni. Vatn er einnig hægt að fjarlægja með nokkrum aðferðum. Með því að fjarlægja vatn úr hauggasinu eykst styrkur metans, en auk þess getur vatn með öðrum efnum svo sem brennisteinsvetni (H2S) valdið tæringu í búnaði. Fyrir utan koldíoxíð og vatn geta verið ýmis aukaefni sem nauðsynlegt er að fjarlægja. Hvaða efni eru til staðar ræðst að mestu af því hráefni sem notað er til gerjunarinnar. Hreinsiþörfin er einnig breytileg eftir notkun gassins (sjá töflu). 

 

Hreinsiþörfin er einnig breytileg eftir notkun gassins

 

Með hreinsun nást fram jafnari gæði á gasinu sem gerir það að áreiðanlegri orkugjafa.

 

 


Text source: www.lbhi.is/metan
Heimildir:
[1] Persson, M.; Jönsson, O.; Wellinger, A. (2006). Biogas Upgrading to Vehicle Fuel Standards and Grid Injection (sk. maí '09).
Share

Additional information